Snorri Einarsson kom 15. í mark í 50 km göngu í síðustu grein HM í göngu sem var lokagrein Heimsmeistaramótins í Planica í Slóveníu. Þetta er jafnframt besti árangur Íslendings á alþjóðlegu stórmóti í göngu, en Snorri átti best áður 18. sæti á HM í Seefeld í Austurríki fyrir fjórum árum.
Snorri var í hópi fremstu manna alla gönguna, en eftir rúma 30 km slitu 10-12 þeirra bestu sig frá öðrum keppendum. Hann var með rásnúmer 43 af þeim 51 sem hófu keppnina, en vann sig fljótt upp í hóp fremstu manna.
Heildarútslit og millitíma má sjá á heimasíðu mótsins hér.