Í dag fór fram keppni í risastökki á HM unglinga í Klappen í Svíþjóð
Alls voru 5 íslenskir keppendur skráðir til leiks í risastökkið, 1 stúlka og 4 piltar.
Benedkt Friðbjörnsson náði mjög góðu stökki og var eini íslenski keppandinn sem tryggði sig inní úrslitin sem fram fara á morgun. Benedikt náði 17. besta stökkinu í heildina með 79.33 stig, en 20 stigahæstu keppendurnir eftir undankeppnina fóru beint inní úrslitin.
Úrslit íslensku keppendanna urðu eftirfarandi í risastökkinu:
Stúlkur:
Vildís Edwinsdóttir - BFH 16.33 stig
Piltar:
Benedikt Friðbjörnsson - SKA - 79.33 stig
Kolbeinn Þór Finnsson - SKA - 34.33 stig
Borgþór Ómar Jóhannsson - BFH - 33.33 stig
Birkir Þór Árnason - SKA - 30.33 stig
Tveir af Íslensku keppendunum urðu fyrir því óláni að meiðast á mótinu. Baldur Vilhelmsson, sem náði besta árangri íslensku keppendanna í brekkustíl, fékk heilahristing á æfingu í gær og gat því ekki tekið þátt í dag. Einnig varð Anna Kamilla Hlynsdóttir fyrir því mikla óláni að handleggsbrotna í keppninni í bekkustíl um daginn.
Úrslitin í risastökkinu fara fram á morgun og má fylgjast með skorinu í beinni hér og hér