Fyrr í dag tók Benedikt Friðbjörnsson, A-landsliðsmaður á snjóbrettum, þátt í sínum fyrsta heimsbikar, en það er sterkasta mótaröð í heimi. Keppt var í risastökki (big air) og fór mótið fram í Kreischberg í Austurríki. Fyrr í dag tók Benedikt þátt í undankeppninni fyrir aðalkeppnina sem fór fram í kvöld. Í undankeppninni var skipt upp í tvo riðla og var Benedikt í þeim fyrri. Farnar voru þrjár ferðir og var samanlagður árangur úr tveimur bestum ferðunum sem gilti til úrslita.
Benedikt átti ekki sinn besta dag og náði ekki að lenda sínum bestu stökkum. Fyrir tvær bestu ferðirnar sínar fékk hann 36,40 og 15,40 stig. Samanlagt fékk hann því 51,40 stig og endaði að lokum í 60.sæti af alls 61 keppenda.
Öll úrslit frá mótinu má sjá hér.