Snjóbrettamaðurinn Benedikt Friðbjörnsson var önnum kafinn um liðna helgi þar sem hann keppti á tveimur lokamótum sterkra mótaraða í Austurríki.
Á laugardag keppti hann á lokamóti (Tour Final) á World Rookie Tour mótaröðinni í Kitzsteinhorn Zell am See – Kaprun í Austurríki. Benni náði þar að landa 4. sætinu í sínum flokki (U15 - Groms). Mjög litlu munaði á sætum 2-4, þar sem aðeins 2 stig skildu þar á milli og var Benni því hársbreidd fá því að komast á verðlaunapallinn. Myndaband af seinni ferð Benna má sjá hér
Landsliðsmaðurinn Baldur Vilhelmsson var einnig meðal keppenda á WRT - lokamótinu, en hann náði því miður ekki inn í úrslitin að þessu sinni.
Á sunnudag keppti Benedikt svo á lokamótinu Game of Diamonds á Q-Parks mótaröðinni í Obergurgl í Austurríki. Þar gerði hann sér lítið fyrir og sigraði í sínum flokki (U15 - Groms) þar. Benni náði einnig að landa 5. sætinu í heildarkeppninni á mótinu. Úrslitin úr mótinu má sjá hér
Með árangri sínum á Q-Parks mótaröðinni í vetur náði Benni að tryggja sér stigameistaratitilinn í flokki U15 - Groms. Úrslitin úr heildarkeppni Q-Parks mótaraðarinnar má sjá hér