Áfram halda þeir Baldur Vilhelmsson og Benedikt Friðbjörnsson að ferðast um Evrópu og taka þátt í mótum. Að undanförnu tóku þeir þátt í þremur Evrópuikarmótum og einu alþjóðlegu FIS móti. Baldur náði 6.sæti í evrópubikar í Götschen og Benedikt 8.sæti einnig í evrópubikar enn í Flachau, eru þetta þeirra bestu úrslit í evrópubikarnum á ferlinum.
Flachau, Austurríki, 4.mars - Big Air (evrópubikar)
8.sæti - Benedikt Friðbjörnsson
24.sæti - Baldur Vilhelmsson
Götschen, Þýskaland, 5.mars - Big Air (evrópubikar)
6.sæti - Baldur Vilhelmsson
36.sæti - Benedikt Friðbjörnsson
Götschen, Þýskaland, 6.mars - Big Air (alþjóðlegt FIS mót)
10.sæti - Benedikt Friðbjörnsson
25.sæti - Baldur Vilhelmsson
Leysin, Sviss, 11.mars - Slopestyle (evrópubikar)
13.sæti - Benedikt Friðbjörnsson
17.sæti - Baldur Vilhelmsson
Framundan hjá þeim er þátttaka í heimsbikarmóti í Silvaplana í Sviss 28.mars næstkomandi.