Hæfileikamótun snjóbretta
Þá er komið að því að bóka þarf í utanlandsferðina í október sem verður farin á jökul í Austurríki. Þessi ferð er í boði fyrir þá sem fæddir eru 2004-2008. Farið verður 15. október og komið heim 25. október. Það er Jökull Elí Borg sem verður aðalþjálfari í þessari ferð. Áætlað er að ferðin kosti um 250.000 – 300.000 kr. Skráningarfrestur í ferðina er til og með 12. ágúst og staðfestingargjald þarf að greiða fyrir lok ágúst. Áður en til greiðslu staðfestingargjaldsins kemur mun liggja fyrir nákvæmara verð á ferðinni.
Skráning í ferðina fer fram í mótakerfi SKÍ eins og um mót væri að ræða (mot.ski.is)
Allar nánari upplýsingar og hjálp við skráningu veitir Dagbjartur 660 1075 eða dagbjartur@ski.is