Auglýst eftir landsliðsþjálfara í alpagreinum

Skíðasamband Íslands (SKÍ) auglýsir eftir að ráða landsliðsþjálfara alpagreina.

Landsliðsþjálfara er ætlað að hafa umsjón með starfsemi og þjálfun landsliða SKÍ í alpagreinum. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn til að vera töluvert á ferðum utan og innanlands. Helstu verkefni landsliðsþjálfara eru HM fullorðinna 2017 og HM unglinga 2017. Ráðning er til eins árs og er um hlutastarf að ræða.

Starfssvið landsliðsþjálfara
Halda utan um landslið Íslands og verkefni landsliðs erlendis
Yfirumsjón með þjálfun landsliða SKÍ í alpagreinum
Umsjón og skipulagning æfinga og keppnisferða á vegum SKÍ
Samstarf við fræðslunefnd SKÍ um menntun þjálfara

Menntunar og hæfniskröfur
Reynsla af þjálfun á afreksíþróttastigi
Þjálfaramenntun í alpagreinum sem nýtist í starfi
Hæfni í mannlegum samskiptum
Góð enskukunnátta er skilyrði. Önnur tungumálakunnátta er kostur.
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi

Leitað er að drífandi einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á alpagreinum sem keppnisíþrótt sem getur unnið sjálfstætt og býr yfir yfirvegun og hæfni í mannlegum samskiptum.

Skíðasamband Íslands er sérsamband innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og er æðsti aðili skíðamála á Íslandi.

Umsóknum skal skilað með tölvupósti á netfangið ski@ski.is og umsóknafrestur er til og með 3.júní 2016.

Frekari upplýsingar veitir Jóhann Friðrik Haraldsson, formaður Alpagreinanefndar SKÍ, sími: 665 8805, netfang: jfh@skientia.is.