Ársfundur og málþing SKÍ

Ársfundur SKÍ mun fara fram í Reykjavík 21.maí næstkomandi. Fundurinn er opinn öllum en vinsamlegast látið vita á netfangið ski@ski.is ekki seinna en miðvikudaginn 18.maí hverjir mæta og frá hvaða félögum. Fundurinn verður tvískiptur, fyrri hlutinn fer fram í húsakynnum ÍSÍ í Laugardalnum en seinni hlutinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica hóteli. Fyrri hlutinn er ársfundurinn og málþingi en seinni hlutinn eru fyrirlestrar og afmælishátíð SKÍ, en SKÍ verður 70 ára á árinu 2016.

Dagskrá:

09:00-09:10 – Ársfundur settur
09:10-10:00 – Starfsemi liðins árs
10:00-13:00 – Málstofur

Alpagreinar

  • Landsliðsmál – Hvert stefnum við?
  • Mikilvægi þrekþjálfunar
  • Mótamál
  • Búnaður
  • Barnamót erlendis á vegum SKÍ

Skíðaganga

  • Mótamál
  • Keppnisreglur
  • Landsliðsmál
  • Þjálfaramenntun

Snjóbretti

  • Dómaramál
  • Keppnisfyrirkomulag
  • Þjálfaramál
  • Landsliðsmál

16:00-18:00 – Fyrirlestrar á Hilton Reykjavík Nordica hóteli

  • Sarah Lewis, framkvæmdastjóri FIS
  • Eiliv Furuli, framkvæmdastjóri Birkebeiner og heimsbikarmóta í skíðagöngu í Lillehammer
  • Hedda Berntsen, doktorsnemi í íþróttasálfræði
  • Ingólfur Hannesson, yfirmaður íþróttasamninga hjá EBU

18:00-20:00 – 70 ára afmælishátíð SKÍ á Hilton Reykjavík Nordica hóteli