Arnór Dagur í 2. sæti í Zillertal VÄLLEY RÄLLEY

Um helgina fer fram þriðja Zillertal VÄLLEY RÄLLEY á þessu tímabili en það fer fram í Penken Park in Mayrhofen að þessu sinni. 

Landsliðsmaðurinn okkar Arnór Dagur Þóroddsson tekur þátt í mótinu og gerði hann sér lítið fyrir og endaði í öðru sæti í dag. Sigurveigari dagsins var Oliver Stastný frá Tékklandi. Þetta þýðir að Arnór Dagur mun bæta FIS stigin sín og komast ofar á heimslista. 

Frábært hjá okkar manni og óskar SKÍ honum til hamingju með árangurinn. 

Næst á dagskrá hjá Arnóri Degi er EC premium í Laax í Sviss á þriðjudaginn en landsliðskonan okkar Vildís Edwinsdóttir mun einnig taka þátt í mótinu í Laax.