Anna Kamilla Hlynsdóttir, landsliðskona í snjóbrettum, vann risastökk á norska meistaramótinu í snjóbrettum sem fram fór í Hemsedal í Noregi um helgina. Anna Kamilla fékk 157.50 stig fyrir sigurinn og vann því tvöfalt á mótinu því hún var einnig í 1. sæti í brettastíl í gær.
Betina Roll frá Noregi var í öðru sæti með156 stig og varð hún jafnframt Noregsmeistari og bronsið fékk Hanne Eilertsen með 81.50 stig. Það má því segja að Anna Kamilla og Betina hafi verið í sér flokki í risastökkinu í dag.
Skíðasambandið óskar Önnu Kamillu til hamingju með sigurinn.