Anna Kamilla og Benedikt Íslandsmeistarar í risastökki

Benedikt Friðbjörnsson stekkur í risastökkskeppninni
Benedikt Friðbjörnsson stekkur í risastökkskeppninni

Snjóbrettamót Íslands hófst fyrr í dag með keppni í risastökki í Hlíðarfjalli. Eftir brösugt gengi í vetur, bæði útaf veðri og covid takmörkunum var þetta því fyrsta mót vetrarins á snjóbrettum. Rúmlega 20 keppendur voru skráðir til leiks í risastökks keppnina. Tveir stökkpallar voru í boði fyrir keppendur, mis stórir og fyrirkomulagið var þannig að besta ferðin gilti af alls þremur ferðum.

Hér að neðan má sjá Íslandsmeistara í öllum flokkum.

Konur
1. Anna Kamilla Hlynsdóttir - BFH
2. Alís Helga Daðadóttir - SKA
3. Júlíetta Iðunn Tómasdóttir - SKA

Karlar
1. Benedikt Friðbjörnsson - SKA
2. Baldur Vilhelmsson - SKA
3. Tristan Aðalsteinsson - SKA

U17 stúlkur
1. Anna Kamilla Hlynsdóttir - BFH

U17 drengir
1. Benedikt Friðbjörnsson - SKA
2. Hlynur Atli Haraldsson - SKA
3. Einar Ágúst Ásmundsson - BFH

U15 stúlkur
1. Alís Helga Daðadóttir - SKA
2. Júlíetta Iðunn Tómasdóttir - SKA

U15 drengir
1. Reynar Hlynsson - BFH
2. Hafsteinn Heimir Óðinsson - SKA
3. Björn Andri Sigfússon - SKA

Heildarúrslit má sjá hér.