Anna Kamilla í 1.sæti á norska meistaramótinu í brettastíl

Landsliðskonan okkar í snjóbrettum Anna Kamilla Hlynsdóttir tók þátt í norska meistaramótinu í brettastíl í Hemsidal í Noregi í dag. 

Anna Kamilla sem hefur átt við smávægilega meiðsli að stríða undanfarið átti frábærar ferðir og stóð uppi sem sigurveigari með 56.26 stig. Það var hin norska Hanne Eilertsen sem var í öðru sæti með 50.75 stig og Betina Roll einnig frá Noregi var í þriðja sæti með 45.50 stig. 

Þar sem Anna Kamilla keppir fyrir Íslands hönd þá var það Hanne Eilertsen sem varð Noregsmeistari í brettastíl en engu að síður frábært hjá okkar konu. 

Skíðasambandið óskar Önnu Kamillu til hamingju með frábæran árangur.