Anna Kamilla í 1. sæti á The Uninvited Euro Open í Austurríki

Landsliðskonan okkar Anna Kamilla Hlynsdóttir tók þátt í The Univited Euro Open sem fram fór í Penken Park í Mayrhofen í Austurríki helgina 14. -16. mars. 

The Uninvited Euro Open er hluti af The Uninvited mótaröðinni sem er talin sú stærsta og vinsælasta í heiminum fyrir stelpur og mjög mikilvæg til að koma sér á framfæri og fá styrktaraðila. Anna Kamilla gerði sér lítið fyrir og nældi í 1. sætið og vann sér jafnfram inn þátttökurétt á The Uninvited Invitational sem fram fer í Woodward Park City í Utha í Bandaríkjunum í apríl. Ef Anna Kamilla nær góðum árangri á mótinu í Bandaríkjunum þá gæti hún átt möguleika á að vera boðið að taka þátt í X-Games. 

Heimasíða The Uninvited

Skíðasambandið óskar Önnu Kamillu til hamingju með frábæran árangur.