Mótum dagsins hjá landsliðsfólk í alpagreinum lauk fyrir stuttu. Eini keppandinn sem náði að ljúka keppni í dag var Andrea Björk Birkisdóttir en hún endaði í 18.sæti á svigmóti í Geilo, Noregi. Fyrir mótið fékk hún 56.96 FIS stig en á heimslista er hún með 53.77 FIS stig og því rétt frá sinni stöðu.
Geilo, Noregur
Laugardagur 2.des - Svig
18.sæti Andrea Björk Birkisdóttir
Katla Björg Dagbjartsdóttir og Aðalbjörg Lilly Hauksdóttir luku ekki fyrri ferð
Öll úrslit frá Geilo má sjá hér.
Pass Thurn, Austurríki
Laugardagur 2.des - Svig
María Finnbogadóttir lauk ekki fyrri ferð
Öll úrslit frá Pass Thurm má sjá hér.
Reiteralm, Austurríki
Laugardagur 2.des - Stórsvig
Sturla Snær Snorrason lauk ekki seinni ferð.
Öll úrslit frá Reiteralm má sjá hér.