Um helgina stóð Skíðasamband Íslands fyrir alþjóðlegum FIS eftirlitsmannafundi í alpagreinum. Á fundinn mættu um 50 eftirlitsmenn og komu þeir frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Lettlandi og Frakklandi. Um árlegan fund er að ræða þar sem eftirlitsmenn koma saman, fara yfir breytingar á reglum og raða niður eftirlitsmönnum á mót vetrarins.
Er þetta í þriðja sinn sem Skíðasamband Íslands stendur fyrir slíkum fundi á síðustu 10 árum.