Áhugaverð bók um skíðaíþróttina og uppbyggingu skíðaskála og svæða

Nýlega er komin út bókin Skíðað gegnum söguna. Rakin er saga skíðaíþróttarinnar hér á landi, farið er yfir og rakin saga uppbyggingu skíðaskála á skíðasvæðum hér á landi með nokkrum góðum tilvitnunum og frásögnum af eftirminnilegum ferðum og byggingum. Lokakafi bókarinnar fjallar um uppbyggingu og aðdraganda þess að skíðaiðkun hefst í Bláfjöllum. Bókin er ríkulega myndskreytt og með góðri heimildar- og nafnaskrám. Auk þess eru fróðlegar töflur og nafnalistar sem gera bókina að góðu uppsláttarriti líka.

Útgáfa bókarinnar er tileinkuð Stefáni Kristjánssyni (1924-1990) og gefin út af Kristjönu R. Jónsdóttur ekkju hans, en hann hefði orðið 100 ára 30. júní sl. Stefán hafði mikil áhrif á skíðasögu og uppbyggingu mannvirkja í Bláfjöllum sem íþróttafulltrúi Reykjavíkurborgar til margra ára, auk þess að vera liðtækur skíðamaður sjálfur og keppti á Ólympíuleikunum bæði í Oslo 1952 og Cortina 1956. Hann var einnig formaður Skíðasambandsins á árunum 1964-1969.

Höfundur bókarinnar er Bjarki Bjarnason. Bókinna er hægt að nálgast hjá útgefendum sjá hér.