Um helgina fór fram samæfing Hæfileikamótunnar í alpagreinum í Oddsskarði

Um helgina fór fram æfingarhelgi Hæfileikamótunnar í alpagreinum í Oddsskarði. Það voru 23 iðkendur frá öllu landinu sem tóku þátt um helgina. 

Heimamenn tóku vel á móti hópnum og var allt til fyrirmyndar hjá þeim, gistingin, öll aðstoðin og frábær matur. 

Það lögðu allir sitt af mörkum til að helgin og æfingar yrðu sem bestar og má með sanni segja að vel hafi tekist til hjá austfirðingum. 

Aðstæður voru góðar þó svo að það hafi snjóað heldur mikið þegar leið á sunnudagsmorgun. En sem fyrr þá voru það sáttir krakkar sem héldu heim á leið eftir góða helgi fyrir austan. 

Egill Ingi Jónsson og Fjalar Úlfarsson sem sjá um hæfileikamótun í alpagreinum voru þjálfarar um helgina og þeim til aðstoðar var Kristinn Magnússon þjálfari hjá SKA og einnig þjálfarar og foreldrar að austan. 

SKÍ vill þakka austfirðingum fyrir gott "heimboð" og frábæra æfingahelgi.

 

Hæfileikamótun er mikilvægur þáttur í bæði fræðslu- og útbreiðslustarfi hreyfingarinnar. Því er mikilvægt að ungu- og upprennandi skíða- og brettafólki séu boðin tækifæri til að þroska og þróa sína getu og hæfileika. Haldnar eru æfingabúðir fyrir allar greinar. Afreksstjóri SKÍ heldur utan um þetta verkefni en einnig hafa verið ráðnir aðilar til að halda utan um verkefni í öllum greinum eins og fram kemur hér að ofan.