15 keppendur á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í Bakuriani í Georgíu 9.-16. febrúar. Skíðasambandið hefur valið 15 fulltrúa til að keppa fyrir Íslands hönd á hátíðinni eftur áður útgefnum reglum. Alls átta keppendur taka þátt í alpagreinum og hefst þeirra ferðalag á fimmtudaginn 6. febrúar. Sex keppendur taka þátt í skíðagöngu og einn í snjóbrettum og fljúga þeir til Georgíu á föstudaignn 7. febrúar. 

Alpagreinar

  • Andri Kári Unnarsson - Ármann - svig/stórsvig
  • Aníta Mist Fjalarsdóttir - SKA - svig/stórsvig
  • Arnór Alex Arnórsson - KR - svig/stórsvig
  • Erla Karítas Blöndahl Gunnlaugsdóttir - Ármann - svig/stórsvig
  • Eyvindur Halldórsson Warén - ÚÍA - svig/stórsvig
  • Kristín Sædís Sigurðardóttir - Ármann - svig/stórsvig
  • Ólafur Kristinn Sveinsson - SKA- svig/stórsvig
  • Sara Mjöll Jóhannsdóttir - Ármann- svig/stórsvig

Þálfarar: Fjalar Úlfarsson og Egill Ingi Jónsson

Skíðaganga

  • Árný Helga Birkisdóttir - SKA- sprettganga/5km/7,5km
  • Eyþór Freyr Árnason - SFÍ - sprettganga/7,5km/10km
  • Hjalti Böðvarsson - Ullur- sprettganga/7,5km/10km
  • María Kristín Ólafsdóttir - Ullur - sprettganga/5km/7,5km
  • Róbert Bragi Vestmann Kárason - SKA - sprettganga/7,5km/10km
  • Stefán Þór Birkisson - SKA- sprettganga/7,5km/10km

Þjálfarar: Thostein Hymer og Ólafur Th. Árnason

Snjóbretti

  • Jökull Bergmann Kristjánsson - SKA - risastökk/brettastíll

Þálfari: Oddur Vilberg Sigurðsson

Flokksstjóri er Helga Björk Árnadóttir

Skíðasambandið óskar keppendum til hamingju með sætið og góðs gengis á hátíðinni. 

EYOF á netinu/samfélagsmiðlum

Hægt er að fylgjast með mótinu og fá fréttir þaðan á samfélagsmiðum, sjá lista:

Smáforrit (App)

Smáforrit EYOF 2025 Bakuriani er: Bakuriani 2025. Hægt að nálgast smáforritið í Google Play og App Store.

Fréttamiðlun

Fréttum og myndum af íslenskum þátttakendum verður jafnframt miðlað á heimasíðu ÍSÍ www.isi.is og á instragram síðu ÍSÍ, isiiceland og á facebook síðunni https://www.facebook.com/isiiceland