Nú í aðdraganda Landsmót er ekki úr vegi að rifja upp gömul mót. Fyrsta Skíðamót Íslands var haldið árið 1937 í Hveradölum. Er það talsvert fyrir formlega stofnun Skíðasambandins sem var 23. júní árið 1946. Fyrir 72 árum var Skíðamót Íslands haldið á Akureyri. Þar voru þáttakendur á annað hundrað manns, en ,,skíðakóngur Íslands 1946 varð Guðmundur Guðmundsson úr Íþróttabandalagi Akureyrar. Hafði samanlagt í göngu og stökki 450,4 stig“. Svigmeistari Íslands 1946 var Magnús Brynjólfsson. Svigmeistari kvenna 1946 var Helga R. Júníusdóttir.
Árið 1956 eða fyrir 62 árum var Skíðamót Íslands haldið um páskana á Ísafirði. Þar hlutu Ísfirðingar sex íslandsmeistaratitla, Reykjavíkingar fimm og Þingeyjingar þrjá. Á því móti tóku 57 keppendur þátt en ekki voru nema fjögur héraðssamböndum. Úrslitin voru svo hljóðandi. ,,Eysteinn Þórðarson úr Reykjavík, fimmfaldur Íslandsmeistari. Jón Kristjánsson, Þingeyjarsýslu, þrefaldur Íslandsmeistari – Martha B. Guðmundsdóttir, Ísafirði, tvöfaldur Íslandsmeistari – Jakobína Jakobsdóttir, Ísafirði, tvöfaldur Íslandsmeistari – Gunnar Pétursson, Ísafirði, Íslandsmeistari í Norrænni tvíkeppni – Ísafirðingar Íslandsmeistarar í sveitasvigi – Þingeyingar Íslandsmeistarar í boðgöngu“.
Fyrir 52 árum fór Skíðamót Íslands fram á Ísafirði á dögunum 4. – 10. apríl. Hér er texti birtur úr Íþróttasíðu A.M. ,,Skíðamót Íslands fór fram á Ísafirði að þessu sinni, með myndarbrag og var liður í hátiðarhöldum Ísfirðinga í tilefni af 100 ára afmæli kaupstaðarins“. ,,Stórsvigsbrautin lá frá brún Eyrarfjalls niður Seljalandsdal og niður undir sjó. Var brautin þar 2650 m löng, en hæðarmismunum 64 metrar“. Gera má því ráð fyrir að stórsvigð hafi verið nokkuð flatt. Voru þar 82 keppendur sem tóku þátt í því móti frá sex héraðssamböndum.
,,Skíðamót Íslands hófst í Hlíðarfjalli við Akureyri í gær, þriðjudag. Snjór er nægur í fjallinu og aðstaðan öll hin ákjósanlegasta. Ekki er hægt að minnast á Skíðamóti Íslands, án þess að segja frá veðrinu. Það var ekki nógu hagstætt fyrrihlutamótsins. Dagskráin fór öll úr skorðum fyrstu dagana, og komst ekki á upphaflega braut fyrr en sunnudaginn 18. apríl“. Var þetta birt úr grein úr Vesturland árið 1976. Þar var mótið upphaflega sett á 13. apríl og var því þrjóskan að keyra menn áfram og bíða með mótið í fimm daga. Veðrið hefur því verið að stríða skíðamönnum mikið í gegnum árin.
Fyrir 32 árum fór Skíðamót Íslands fram í Bláfjöllum en um 80 keppendur voru skráðir til leiks. Hefur því verið nokkuð svipað magn af fólki að keppa á Skíðamóti Íslands í gegnum árin. Á þessu ári var ákveðið að keppa í samhliðarsvigi í stað flokkasvigs eins og við gerum í dag. ,,Keppni fer þannig fram að tveir keppendur renna sér samhliða niður í tveimur brautum og vinnur sá sem á undan kemur í mark. Þessi grein hlýtur mikilla vinsælda erlendis“. Var þetta lýsing sem birtist í Morgunblaðinu 27. mars 1986.
Fyrir 22 árum átti Skíðamót Íslands að fara aftur fram í Bláfjöllum. Hér er lýsing úr Morgunblaðinu 10. apríl 1996. ,,Ekki tókst að keppa á Skíðamóti Íslands í Bláfjöllum um páskana vegna veðurs og má segja að mótið hafi fokið út í veður og vind. Þetta er fyrsta sinn síðan 1959 sem landsmóti er aflýst. Fyrst var keppt á Skíðamóti Íslands árið 1937 og var þá eingöngu keppt í norrænum greinum. Árið eftir var síðan tekin upp keppni í alpagreinum. Aðeins þrisvar hefur þurft að aflýsa mótinu frá upphafi; fyrst árið 1941, 1959 og nú á 50 ára afmælisári Skíðasambandins 1996“.