Keppnisgreinar

Alpagreinar

Alpagreinar er skíðatækni sem þróaðist á seinni hluta 19. og snemma á 20. öld í ölpunum í Mið-Evrópu. Nútíma keppnir í alpagreinum skiptast í svokallaða hraða- og tæknigreinar, það fyrra inniheldur brun og risasvig og sá síðarnefnda inniheldur svig og stórsvig. Hraðagreinar eru mældar í einni ferð niður langa, bratta hraða braut sem inniheldur fáar og víðar beygjur. Tæknigreinarnar skora á getu skíðamannsins til að hreyfa sig í brautum merktar með mörgum þröngum beygjum þar sem bæði skíðin þurfa að fara í gegn. Sigurvegarar eru þeir með lægsta sameiginlega tímann í tveim ferðum í tveim mismunandi brautum.

 

Skíðaganga

Gönguskíði eru elsta tegund af skíðun, hefur þróast frá þörfinni að ferðast yfir snjó þakin landslög. Einhvers staðar á leiðinni, fyrir um öld, áttuðu sumir ferðalangar sig á því að skíðun gæti einnig verið skemmtileg. Íþróttamenn æfa til að ná þreki, styrk, hraða, kunnáttu og sveigjanleika á mismunandi erfiðleikastigum. Æfingar utan keppnistímabil eiga sér oft stað á þurru landi, stundum á hjólaskíðum. Samtök gönguskíða keppna miðar af því að gera viðburðunina aðgengilega bæði fyrir áhorfendur á stað og áhorfendur sem sitja heima og horfa á í gegnum sjónvarpið.
Gönguskíða keppendur ráða einn af tveimur aðferðum, í samræmi við viðburði: Hefðbundin og skautun (í göngu með frjálsri aðferð, þar sem allar aðferðir eru leyfðar).
Skíðin eru léttari, þrengri og ætluð að vera hraðari en þau sem notuð eru í göngu til afþreyingar. Fyrir göngu með hefðbundni aðferð, þá eru skíðin um 195 – 210 cm, meðan skíðin fyrir skautun eru frá 170 – 200 cm. Skíðin fyrir skautun eru líka stífari en skíðin fyrir hefðbundna göngu. Keppnis skíðaskór eru léttari en þeir til afþreyingar og eru fest á tá bara fyrir bindingar sem er sér fyrir hefðbundna og skautun.

 

Snjóbretti

Þróun snjóbretta var innblásin af hjólabrettum, brimbrettum og skíðum. Það var þróað í Bandaríkjunum árið 1960 og varð partur af Ólympíuleikunum árið 1998. Frá upphafi snjóbretta sem rótgróin vetrar íþrótt, þá hefur það þróað mismunandi stíla, hver með sinn sérhæfða búnað og tækni. Algengustu stílarnir í dag eru: ,,Freeride, freestyle og alpine snowboarding“. Þessir stílar eru bæði notaðir í afþreyingu og atvinnumanna snjóbrettaiðkun. Þó svo að hver stíll er einstakur, þá er skörun þar á milli.
Bandaríska snjóbretta samtökin (USASA) byggist upp af þrem mismunandi deildum sem innihalda ,,alpine, freestyle“ og brettakross. ,,Alpine“ byggist upp af stórsvigi og svigi sem er keppni þar sem lipurð og geta snjóbrettamannsins til að gera skarpar beygjur er könnuð. ,,Freestyle“ byggist upp af brettastíl og hálfpípa. Í brettakross er hugmyndin að fyrsti snjóbrettamaðurinn niður brekkuna þar sem allir keppa við hvorn annan í gegnum hindrunar braut með erfiðar beygjur og þar sem líkur á byltum eru mjög háar.